spot_img
HeimEfnisorðSvanurinn

Svanurinn

„Svanurinn“ verðlaunuð í Napólí

Svanurinn, kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, vann til dreifingarverðlauna á kvikmyndahátíðinni í Napólí. Verðlaunin tryggja myndinni dreifingu um alla Ítalíu. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur.

Aðsókn | Stór opnunarhelgi hjá „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z er í efsta sæti aðsóknarlistans eftir helgina með vel yfir átta þúsund gesti. Þetta eru mun stærri opnunartölur heldur en á síðustu mynd Baldvins, Vonarstræti (2014).

Fimm íslenskar bíómyndir og tvær þáttaraðir í alþjóðlegri dreifingu

Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.

„Svanurinn“ fær dómnefndarverðlaun í Japan

Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Skip City kvikmyndahátíðinni í Japan. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Aðsókn | Um 30 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir fimmtu helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er áfram í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 30 þúsund manns.

Aðsókn | Um 28 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir fjórðu helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 28 þúsund manns.

Aðsókn | Rúmlega 25 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir þriðju helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans þriðju helgina í röð og er heildarfjöldi áhorfenda kominn yfir 25 þúsund manns.

Aðsókn | Tæplega 20 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir aðra helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson heldur áfram að ganga vel í miðasölunni en nú hafa tæplega tuttugu þúsund gestir séð myndina, sem er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.

Aðsókn | „Víti í Vestmannaeyjum“ með yfir tíu þúsund gesti á opnunarhelginni

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson fékk yfir tíu þúsund gesti á opnunarhelginni og er lang aðsóknarmesta myndin þessa helgina. Þetta er áttunda stærsta opnunaraðsókn á íslenska kvikmynd síðan mælingar hófust og næststærsta opnun síðastliðinna fimm ára.

Aðsókn | „Fullir vasar“ komin í sex þúsund gesti

Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson hefur nú fengið tæplega sex þúsund gesti eftir aðra helgi. Lói - þú flýgur aldrei einn er komin yfir átján þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.

Aðsókn | „Fullir vasar“ opnar með tæplega fjögur þúsund gesti

Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson fékk tæplega fjögur þúsund gesti á opunarhelginni og er í öðru sæti. Lói - þú flýgur aldrei einn hefur nú fengið yfir sextán þúsund gesti eftir fjórðu sýningarhelgi.

„Svanurinn“ fær verðlaun í Kalíforníu

Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hlaut um helgina sér­stök dóm­nefnd­ar­verðlaun á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Santa Barbara í Kali­forn­íu.

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

Aðsókn | „Lói“ tekur flugið

Lói - þú flýgur aldrei einn fer vel af stað á frumsýningarhelginni og er í fyrsta sætinu. Samanlagður fjöldi gesta að forsýningum meðtöldum er 5,699.

Fréttablaðið um „Svaninn“: Svífur á sálina í firnasterku látleysi sínu

"Djörf tilraun sem gengur upp og skilar sér í eftirminnilegri mynd sem engin hugsandi manneskja má missa af," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.

Menningin á RÚV um „Svaninn“: Glæsilegt byrjendaverk

Snæbjörn Brynjarsson og Bryndís Loftsdóttur fjölluðu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Menningunni á RÚV. Þau segja myndina vel heppnaða og glæsilegt byrjendaverk.

Sjö íslensk verk til Gautaborgar – „Andið eðlilega“ í keppni

Kvikmyndirnar Andið eðlilega,  Undir trénuSvanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.

Lestin á Rás 1 um „Svaninn“: Alvörugefin og draumkennd

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Lestinni á Rás 1 og segir myndina djúpa og úthugsaða með mörg lög af efnivið.

Morgunblaðið um „Svaninn“: Stúlkan með kálfsaugun

"Brotakennd frásögnin og draumkennd myndatakan kallar fram hugrenningatengsl við myndir Terrence Malick, án þess þó að Svanurinn fari jafngríðarlega frjálslega með frásögn og þær myndir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

DV um „Svaninn“: Ekkert léttmeti

Kristinn H. Guðnason skrifar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í DV og segir hana nokkuð hægfara dramamynd sem reyni á áhorfandann.

Reykjavik Grapevine um „Svaninn“: Söngur sakleysis

Valur Gunnarsson skrifar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir í Reykjavik Grapevine og segir að áherslan á sakleysið sé það sem geri myndina að hugrökku verki.

Ása Helga Hjörleifsdóttir fær leikstjórnarverðlaun fyrir „Svaninn“ á Indlandi

Ása Helga Hjörleifsdóttir var valin besti leikstjórinn fyrir Svaninn á Kolkata International Film Festival í Indlandi sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem verður frumsýnd hér á landi þann 5. janúar næstkomandi.

„Svanurinn“ seld til N-Ameríku og Kína

Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefur verið seld til dreifingar í Norður-Ameríku, Kína og Litháen. Þýska sölufyrirtækið m-Appeal sér um að selja myndina.

Cineuropa um „Svaninn“: Þroskasaga með snert af töfraraunsæi

Vassilis Economou skrifar frá Toronto í Cineuropa um Svaninn Ásu Helgu Hjörleifsdóttir og segir Ásu hafa skapað brothætta frásögn um þroskaferil og sjálfskönnun, auk þess sem hann hrósar sérstaklega leik Grímu Valsdóttur.

Ása Helga Hjörleifsdóttir ræðir um „Svaninn“

ScreenDaily birtir viðtal við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra og handritshöfund Svansins. Þar fer Ása yfir tilurðarsögu myndarinnar, hugmyndirnar á bakvið hana og hversvegna hún vildi gera myndina síðan hún var níu ára.

„Svanurinn“ sögð sláandi áhrifamikil í fyrstu umsögn frá Toronto

Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Vefurinn Real Honest Reviews birtir fyrstu umsögn um myndina og fer lofsamlegum orðum um hana.

[Stikla] „Svanurinn“ eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur

Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, er opnunarmynd Discovery hluta Toronto hátíðarinnar, en myndin verður frumsýnd á Íslandi í janúarbyrjun. Stikla myndarinnar hefur verið gerð opinber og má sjá hér.

Steve Gravestock: „2017 verður líklega minnst sem einstaks árs fyrir norrænar myndir“

Steve Gravestock dagskrárstjóri hjá Toronto hátíðinni fer yfir þær norrænu myndir sem taka þátt í hátíðinni nú í september. Hann telur úrvalið einstaklega gott að þessu sinni og segir að líklega muni þetta ár fara í annála fyrir gæði norrænna mynda. Þrjár íslenskar myndir, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður, verða sýndar á hátíðinni.

„Svanurinn“ og „Vetrarbræður“ til Toronto

Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, verður opnunarmynd Discovery hluta Toronto hátíðarinnar. Vetrarbræður, bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, mun sömuleiðis taka þátt í Discovery hluta hátíðarinnar.

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda á leiðinni uppá tjald á næstunni

Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.

Screen telur „Svaninn“, „Undir trénu“ og „Vetrarbræður“ koma til greina á Cannes

Screen fer yfir þær myndir sem miðillinn telur líklegar til að taka þátt í Cannes hátíðinni í maí. Meðal myndanna eru Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem er dönsk/íslensk samframleiðsla.

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

Tökur á „Svaninum“ ganga vel í Svarfaðardal

Tökur í kvikmyndinni Svaninum í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hafa staðið frá júlíbyrjun. Tökur hafa gengið vel að sögn aðstandenda en þær munu standa fram í ágúst. Einnig verður myndað í Grindavík.

Tökur að hefjast á „Svaninum“

Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast nú í júlí. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Gríma Valsdóttir fara með aðalhlutverkin og meðal annarra leikara eru Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Upptökur fara fram í Svarfaðardal á Norðurlandi.

„Svanurinn“ í tökur í júlí

Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast í júlí. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures framleiða. Ása Helga lýsir myndinni meðal annars sem sögu um níu ára stúlku í tilvistarkreppu.

Þessar bíómyndir og leiknu þáttaraðir eru væntanlegar á næstu misserum

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.

Berlín 2014 | Fljótandi mörk – viðtal við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur

VIÐTAL | Haukur Már Helgason hitti Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra og handritshöfund á Berlínarhátíðinni og ræddi við hana um verðlaunastuttmynd hennar Ástarsögu, námið að baki, hlutverk fræða í listrænum þroska, reynsluna af markaðnum, verkefnið framundan og fleira.

Berlín 2014: Ása Helga fær þróunarstuðning fyrir „Svaninn“

Ása Helga Hjörleifsdóttir hlaut um helgina þróunarstuðning fyrir verkefni sitt Svanurinn, sem tekur þátt í svokölluðum Talent Project Market á yfirstandandi Berlínarhátíð. Stuðningurinn nemur 1000 evrum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR