Sýningar á „Svaninum“ hefjast í dag

Gríma Valsdóttir í Svaninum.

Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Sigurðardóttur, verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í dag.

Myndin, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar, segir frá Sól, níu ára gamalli stúlku sem send er á sveitabæ til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykil þátttakandi í atburðarrás sem hún skilur vart sjálf.

Ása Helga skrifar einnig handritið. Með helstu hlutverk fara Gríma Valsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.

Framleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir fyrir Vintage Pictures, en aðrir framleiðendur eru Guðbjörg Sigurðardóttir, Verena Gräfe-Höft og Anneli Ahven. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina, auk Kvikmyndasjóðs Hamborgar (Filmförderung Hamburg Schleswig-Holstein) og eistneska kvikmyndasjóðsins.

Plakat eftir Hrefnu Sigurðardóttur.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR