Heim Viðtöl Ása Helga Hjörleifsdóttir um "Svaninn": Tilfinningar eru handan við öll landamæri

Ása Helga Hjörleifsdóttir um „Svaninn“: Tilfinningar eru handan við öll landamæri

-

Ása Helga Hjörleifsdóttir (Mynd: Fréttablaðið/Ernir)

Ása Helga Hjörleifsdóttir er í viðtali við Fréttablaðið um mynd sína Svaninn, en sýningar á henni hefjast á morgun.

Brot úr viðtalinu:

„Myndin byrjaði sem skólaverkefni þegar ég var í kvikmyndanámi í New York í Columbia-háskóla. Þá var ég í áfanga sem hét kvikmyndaaðlögun og snerist um að laga bækur að bíómyndum. Þessi bók, Svanurinn, eftir Guðberg Bergsson varð fyrir valinu hjá mér, ég hafði lesið hana nokkrum árum áður og algerlega kolfallið fyrir henni. Án þess að ég fattaði það þá var eitthvað við lesturinn á þessari bók sem byrjaði að láta mig hugsa myndrænt, hugsa í kvikmyndagerð. Fljótlega varð mér líka ljóst að myndin yrði meira en skólaverkefni. Þetta var 2010 og margt hefur gerst í millitíðinni því ferlið er búið að vera langt.“

Hvernig gekk svo að selja hugmyndina, útvega fjármagn og fá aðra til liðs? „Það var erfitt í fyrstu en fljótlega fékk ég þær Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur í fyrirtækinu Vintage pictures sem framleiðendur. Það skipti sköpum. En margar hindranir hafa verið á leiðinni því þó fólk hafi haft trú á verkefninu skynjuðum við líka hræðslu við söguna. Hún er öll svo huglæg og gerist að miklu leyti inni í höfðinu á aðalpersónunni sem er níu ára stelpa, margir efuðust um að þetta gæti orðið að spennandi myndefni. Það merkilega er að núna, þegar ég sýni myndina á kvikmyndahátíðum, er þetta takmarkaða en um leið skapandi sjónarhorn stelpunnar eitt af því sem heillar fólk mest.“

[…]

„Svanurinn er að einhverju leyti mynd um það sem við lærum öll þegar við erum að vaxa úr grasi, að til þess að geta fúnkerað í samfélagi fullorðinna þurfum við setja upp grímu sem þróast og breytist með okkur sjálfum gegnum árin. Það er sársaukafullt en á köflum líka nauðsynlegt til að lifa af,“ segir Ása Helga og bætir við: „Það er kannski ekki algjör tilviljun að aðalleikona myndarinnar heitir Gríma!“

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré hefur fylgst með vinnslu þessa verks allt frá 2014. Smelltu hér til að skoða allar færslur um Svaninn

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.