Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eru meðal þeirra mörgu væntanlegu mynda sem Screen telur að vekja muni áhuga kvikmyndahátíða á árinu.
Birgitta Björnsdóttir og Skúli Fr. Malmquist, framleiðendur kvikmyndarinnar Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, munu taka þátt í Ontario Creates International Financing Forum (IFF), sem fer fram dagana 8.- 9. september samhliða alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Ása Helga Hjörleifsdóttir mun kynna Svar við bréfi Helgu, nýtt verkefni sitt sem nú er í vinnslu, á samframleiðslumessunni sem fram fer á Les Arcs kvikmyndahátíðinni dagana 15.-22. desember næstkomandi.
Svanurinn, kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, vann til dreifingarverðlauna á kvikmyndahátíðinni í Napólí. Verðlaunin tryggja myndinni dreifingu um alla Ítalíu. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur mun halda námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í haust þar sem hún kennir hvernig aðlaga má skáldsögur að kvikmyndaforminu.
Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Skip City kvikmyndahátíðinni í Japan. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hlaut um helgina sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í Kaliforníu.
"Djörf tilraun sem gengur upp og skilar sér í eftirminnilegri mynd sem engin hugsandi manneskja má missa af," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.
Snæbjörn Brynjarsson og Bryndís Loftsdóttur fjölluðu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Menningunni á RÚV. Þau segja myndina vel heppnaða og glæsilegt byrjendaverk.
Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Lestinni á Rás 1 og segir myndina djúpa og úthugsaða með mörg lög af efnivið.
"Brotakennd frásögnin og draumkennd myndatakan kallar fram hugrenningatengsl við myndir Terrence Malick, án þess þó að Svanurinn fari jafngríðarlega frjálslega með frásögn og þær myndir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.
Valur Gunnarsson skrifar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir í Reykjavik Grapevine og segir að áherslan á sakleysið sé það sem geri myndina að hugrökku verki.
Ása Helga Hjörleifsdóttir ræddi við Reykjavik Grapevine síðasta haust um mynd sína Svaninn, sem og íslensku kvikmyndasenuna. Hér eru brot úr viðtalinu sem snúa að því síðarnefnda.
Svanurinn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var valin besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Kaíró sem fór fram á dögunum. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.