„Svanurinn“ besta myndin í Kaíró

Gríma Valsdóttir sem Sól í Svaninum.

Svanurinn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var valin besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Kaíró sem fór fram á dögunum. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Birgitta Björnsdóttir, annar framleiðandi myndarinnar, tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu, en hátíðin er eina A-lista hátíðin sem haldin er í Afríku.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi í janúarbyrjun 2018

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR