Republik: Stefnan að koma fram við alla af virðingu og jafnræði

Framleiðslufyrirtækið Republik hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræður um kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun í kvikmyndagerð og sviðslistum, þar sem sem fram kemur að fyrirtækið taki þeirri áskorun að uppræta kynbundið áreiti í íslenskri kvikmyndagerð.

Yfirlýsingin er svo:

Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Republik tekur þeirri áskorun um að uppræta kynbundið áreiti í íslenskri kvikmyndagerð.

Republik tekur mjög alvarlega þeirri ábyrgð að skapa starfsfólki í kvikmyndargerð öruggara og betra starfsumhverfi. Mynda þarf breiða samstöðu í kvikmyndagreininni um að breyta þeim viðhorfum sem ríkt hafa og er Republik reiðubúið til að taka þátt í því starfi. Um leið viljum við einnig vinna að því af okkar fremsta megni að því sýnilega og ósýnilega valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu. Stefna fyrirtækisins er skýr, að koma fram við alla af virðingu og jafnræði.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR