Ágúst Jakobsson tökumaður (Málmhaus) hefur verið ráðinn til að stjórna tökum á kvikmyndinni Sword of Vengeance í leikstjórn Jim Wheedon. Tökur eru að hefjast í Serbíu.
Umferð um amerískar torrent-síður hefur dalað að undanförnu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gefur til kynna að sjóræningjamenningin á netinu sé að víkja fyrir vaxandi vinsældum streymisíðna eins og Netflix og YouTube. Á sama tíma fer ólöglegt niðurhal hinsvegar vaxandi í Evrópu.
Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastýra Bíó Paradísar er í viðtali við Vísi um Bechdel-prófið svonefnda sem snýst um að kvikmynd þurfi að hafa að minnsta kosti tvær kvenpersónur sem eigi samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni.