Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.
RVK Studios, nýtt fyrirtæki Baltasars Kormáks, Magnúsar Viðars Sigurðssonar og Sigurjóns Kjartanssonar, kynnir fjölda nýrra verkefna fyrir mögulegum fjárfestum á Mipcom kaupstefnunni sem fram...
Málmhaus eftir Ragnar Bragason verður frumsýnd á Íslandi þann 11. október. Sena dreifir myndinni. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í mánuðinum...
Svona er Sanlitun (This is Sanlitun), nýjasta mynd Róberts Douglas, verður frumsýnd 26. september sem opnunarmynd RIFF í ár en almennar sýningar hefjast síðan...
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 verða afhent þann 30. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 20. – 25. september þar sem allar...