spot_img

Tökur hafnar á „Hrauninu“

Hamarinn_PlakatTökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.

Þættirnir ganga út á rannsóknarlögreglumanninn Helga Marvin (Björn Hlynur) sem sendur er á Snæfellsnes til að aðstoða lögregluna á svæðinu við rannsókn máls sem virðist í upphafi sjálfsmorð en reynist síðan flóknara. Helgi stendur frammi fyrir ýmsum dularfullum ráðgátum og mikilli hættu þegar hann reynir að fá botn í málið. Hann þarf einnig að horfast í augu við sín eigin myrku skúmaskot og takast á við áður óþekktar hliðar síns eigin huga.

Sjá nánar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR