HeimEfnisorðSnorri Þórisson

Snorri Þórisson

Stórmynd um vestur-íslenska Olympíumeistara í íshokkí í undirbúningi

Snorri Þórisson hjá Pegasus undirbýr ásamt forsvarsmönnum kanadíska fyrirtækisins Buffalo Gal Pictures í Winnipeg gerð kvikmyndar um íshokkílið Fálkanna en beðið er eftir grænu ljósi frá Kvikmyndasjóði Íslands. „Gangi fjármögnun eftir hér geta tökur hafist á næsta ári og frumsýning yrði þá um ári síðar,“ segir Snorri í viðtali við Morgunblaðið.

Gagnrýnt að önnur syrpa “Ófærðar” fái vilyrði þrátt fyrir ókláruð handrit

Önnur syrpa Ófærðar hlaut vilyrði í júnímánuði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar segir reglur ekki hafa verið brotnar, en Snorri Þórisson framleiðandi hjá Pegasus gagnrýnir ákvörðunina. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Snorri Þórisson ræðir væntanleg verkefni Pegasus

ScreenDaily segir frá væntanlegum verkefnum Pegasus sem Snorri Þórisson kynnti á RIFF. Snorri leggur áherslu á samstarf við erlenda aðila: "Ísland er ekki markaður," segir hann, "það er agnarsmátt."

“Chasing Robert Barker” með Guðmundi Inga Þorvaldssyni heimsfrumsýnd á RIFF

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í nýrri bresk/íslenskri spennumynd, Chasing Robert Barker, sem heimsfrumsýnd verður á RIFF. Leikstjóri og handritshöfundur er Daniel Florêncio, sem einnig framleiðir ásamt Snorra Þórissyni hjá Pegasus.

Tökur hafnar á “Hrauninu”

Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR