„Chasing Robert Barker“ með Guðmundi Inga Þorvaldssyni heimsfrumsýnd á RIFF

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í Chasing Robert Barker.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í Chasing Robert Barker.

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í nýrri bresk/íslenskri spennumynd, Chasing Robert Barker, sem heimsfrumsýnd verður á RIFF. Leikstjóri og handritshöfundur er Daniel Florêncio, sem einnig framleiðir ásamt Snorra Þórissyni hjá Pegasus.

Söguþræði er svo lýst:

Kvöld eitt, þegar lítið hefur gengið á, fær David – 38 ára gamall papparass í London – ábendingu um að stjörnuleikarinn Robert Barker sitji og snæði kvöldverð með ungri konu á fínum veitingastað. Ljósmyndirnar sem hann nær komast á forsíðu blaðsins sem hann vinnur fyrir og fréttin slær í gegn þannig að ritstjórinn Olly krefst þess að sjá meira. Upphefst þá eltingaleikur við Barker í von um að ná fleiri myndum – en David verður að horfast í augu skaðann sem slúðurblöðin og óvarleg meðhöndlun á sannleikanum hafa ollið honum í fortíðinni.

Þetta er fyrsta kvikmynd Florêncio sem áður hefur gert stuttmyndir og heimildamyndir.

Myndin er sýnd í Bió Paradís á eftirtöldum tímum:
Lau 26. sept., kl. 22:00,
Mið 30. sept., kl. 18:00,
Fim 1. okt., kl. 13:30
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR