[Kitla] LEYNILÖGGA Hannesar Þórs væntanleg á árinu

Kitla gamanmyndarinnar Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórsonar hefur verið opinberuð.

Myndin er væntanleg í Sambíóin síðar á árinu.

Hannes Þór Halldórsson leikstýrir og skrifar handrit ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir, Elli Cassata er kvikmyndatökumaður og Guðni Hilmarsson klippir.

Með helstu hlutverk fara Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson. Bríet Elfar, Jón Jónsson og Rúrík Gíslason koma einnig við sögu.

Auðunn leikur einn besta lögreglumann Reykjavíkur en á í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR