[Stikla] Þáttaröðin ICEGUYS í Sjónvarpi Símans

Þáttaröðina Iceguys um samnefnt strákaband er að finna í Sjónvarpi Símans. Þættirnir komu út í október síðastliðnum og hafa notið mikilla vinsælda hjá áskrifendum Sjónvarps Símans.

Þættirnir, sem eru fjórir talsins, fjalla um hina nýstofnuðu strákasveit IceGuys og leið þeirra á toppinn en leiðin er sannarlega þyrnum stráð, segir í kynningu. Strákasveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason.

Þættirnir eru í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, Allans Sigurðssonar og Hannesar Arasonar, sem framleiða einnig ásamt Söndru Barilli fyrir framleiðslufyrirtækið Atlavík. Sandra er einnig meðal framleiðenda og fer með stórt hlutverk í þáttunum. Handritshöfundur er Sólmundur Hólm.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR