"Virkilega vel gerðir, notalegir og skemmtilegir þættir þar sem harmur og grín vega hárfínt salt þannig að útkoman er eiginlega bara ógeðslega krúttleg," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þættina Jarðarförin mín í leikstjórn Kristófers Dignusar Péturssonar.
Tvær klippur úr þáttaröðinni Jarðarförin mín hafa verið opinberaðar. Í þáttaröðinni leikur Þórhallur Sigurðsson (Laddi) dauðvona mann sem ætlar að skipuleggja og vera viðstaddur sína eigin gala jarðarför. Öll þáttaröðin er væntanleg á morgun miðvikudaginn 8. apríl í Sjónvarp Símans Premium og fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá á Páskadag í Sjónvarpi Símans.
Sjónvarp Símans Premium hefur sent frá sér nýja heimildaþáttaröð, Skandal, þar sem þýski rannsóknarblaðamaðurinn Boris Quatram leitar svara í Geirfinnsmálinu, sem íslenskum yfirvöldum tókst ekki að upplýsa en frömdu þess í stað dómsmorð á sex ungmennum, eins og segir í tilkynningu.