spot_img
HeimStiklur Hlátur, grátur og kulnun í fimmtu syrpu VENJULEGS FÓLKS

[Stikla] Hlátur, grátur og kulnun í fimmtu syrpu VENJULEGS FÓLKS

-

Fimmta syrpa þáttaraðarinnar Venjulegt fólk kemur í Sjónvarp Símans Premium 27. október.

Á meðan Vala reynir að fullorðnast fyrir fullt og allt ákveður Júlíana að spreyta sig sem sjálfstætt starfandi listamaður. En að taka málin í eigin hendur er hægara sagt en gert, sérstaklega þegar þær stöllur sitja undir stýri.

Fannar Sveinsson leikstýrir líkt og fyrri syrpum. Ásamt honum skrifa handrit Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Karen Björg Þorsteinsdóttir. Vala Kristín og Júlíana fara með aðalhlutverkin. Arnbjörg Hafliðadóttir, Hörður Rúnarsson, Andri Ómarsson, Andri Óttarsson, Baldvin Z, Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir framleiða fyrir Glassriver.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR