spot_img
HeimEfnisorðGlassriver

Glassriver

Tökum lokið á íslensk/portúgölsku þáttaröðinni FRIÐARHÖFN

Tökum er lokið á þáttaröðinni Friðarhöfn (Cold Haven) sem Glassriver framleiðir í samvinnu við SPI fyrir Sjónvarp Símans og portúgölsku almannastöðina RTP. Tökur fóru fram í Vestmannaeyjum, Reykjavík og í Lissabon.

[Stikla] Þáttaröðin HÚSÓ frumsýnd á RÚV 1. janúar 2024

Ný þáttaröð, Húsó, verður frumsýnd á RÚV þann 1. janúar 2024. Arnór Pálmi leikstýrir þáttunum, sem eru sex talsins. Hann skrifar einnig handrit ásamt Jóhönnu Friðrikku Sæmundsdóttur. Glassriver framleiðir.

[Stikla] Þáttaröðin SVO LENGI SEM VIÐ LIFUM kemur 8. október

Stikla þáttaraðarinnar þáttunum Svo lengi sem við lifum er komin út. Þættirnir, sem koma allir á Stöð 2+ 8. október, eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir og Glassriver framleiðir.

Aukin áhersla á bíómyndir hjá Glassriver

Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem Baldvin Z fer fyrir, hyggst leggja aukna áherslu á gerð bíómynda meðfram stærri og minni þáttaröðum. Þetta kemur fram á Nordic Film and TV News.

VRT í Belgíu og YLE í Finnlandi koma að fjármögnun SVÖRTU SANDA

Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z er nú í tökum og verður sýnd á Stöð 2. Glassriver framleiðir. Auk Baldvins skrifa Ragnar Jónasson, Andri Óttarsson og Aldís Amah Hamilton handrit, en sú síðastnefnda fer einnig með aðalhlutverk.

Þáttaröðin VEGFERÐ: Uppgjör við karlmennskuna á hringferð um Vestfirði

Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og Baldvin Z leikstýrir. Menningin á RÚV fjallaði um þættina.

Þáttaröðin VITJANIR og bíómyndin SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN fá styrki frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hlaut á dögunum rúman 33 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Einnig hlaut bíómyndin Sumarljós og svo kemur nóttin sem Berserk Films framleiðir og Elfar Aðalsteins leikstýrir um 17 milljóna króna styrk.

[Klippa] Laddi undirbýr eigin greftrun í þáttaröðinni JARÐARFÖRIN MÍN

Tvær klippur úr þáttaröðinni Jarðarförin mín hafa verið opinberaðar. Í þáttaröðinni leikur Þórhallur Sigurðsson (Laddi) dauðvona mann sem ætlar að skipuleggja og vera viðstaddur sína eigin gala jarðarför. Öll þáttaröðin er væntanleg á morgun miðvikudaginn 8. apríl í Sjónvarp Símans Premium og fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá á Páskadag í Sjónvarpi Símans.

Glæpasería Baldvins Z, SVÖRTU SANDAR, kynnt á Gautaborgarhátíðinni

Breska sölufyrirtækið All3Media mun selja glæpaseríuna Svörtu sandar á heimsvísu, en verkefnið er kynnt á yfirstandandi Gautaborgarhátíð. Baldvin Z leikstýrir þáttunum fyrir Glassriver en þeir verða sýndir á Stöð 2. Ragnar Jónsson og Aldís Hamilton skrifa þættina en Aldís mun einnig fara með aðalhlutverk. Aðrir sem fram koma í þáttunum eru meðal annars Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Tökur hefjast á næsta ári.

Baldvin Z gerir glæpaseríuna „Svörtu sandar“ fyrir Stöð 2

Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Þetta kemur fram á Vísi og í Fréttablaðinu.

Tökum á „The Trip“ frestað um óákveðinn tíma

Fyrirhuguðum tökum á þáttaröðinni The Trip, í leikstjórn Baldvins Z, hefur verið frestað um óákveðinn tíma, en þær áttu að hefjast í febrúar og hefur stór hópur unnið að undirbúningi verkefnisins.

Wild Bunch með alþjóðlega sölu á þáttaröð Baldvins Z og Glassriver, „The Trip“

Sjónvarpsarmur franska sölufyrirtækisins Wild Bunch sér um alþjóðlega sölu og kemur einnig að fjármögnun þáttaraðarinnar The Trip sem Baldvin Z mun leikstýra. Glassriver er aðalframleiðandi og Síminn mun sýna þættina á Íslandi.

RÚV sýnir „Mannasiði“ um páskana

Mannasiðir kallast ný íslensk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem frumsýnd verður á RÚV um páskana. Myndin er samstarfsverkefni RÚV og framleiðslufyrirtækisins Glassriver, en María Reyndal leikstýrir og skrifar handrit. Sagan snýst um meint kynferðisbrot og áhrif þess á geranda, þolanda, fjölskyldur þeirra og vini.

Glassriver kynnir væntanleg verkefni í Gautaborg

Glassriver, nýtt framleiðslufyrirtæki Baldvins Z., Harðar Rúnarssonar, Arnbjargar Hafliðadóttur og Andra Óttarssonar, mun kynna væntanleg verkefni sín fyrir meðframleiðendum og dreifingaraðilum á Gautaborgarhátíðinni.

[Plakat] „Reynir sterki“, frumsýnd 10. nóvember

Plakat heimildamyndarinnar Reynir sterki eftir Baldvin Z hefur verið opinberað. Myndin verður frumsýnd þann 10. nóvember næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR