[Stikla] Þáttaröðin VITJANIR hefst á RÚV 17. apríl

Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hefst á RÚV á páskadag. Stikla verksins er komin út.

Vitjanir er 8 þátta sería þar sem segir af lækninum Kristínu sem ásamt dóttur sinni flytur til móður sinnar í lítið sjávarþorp í kjölfar skilnaðar. Þar neyðist hún til að horfast í augu við skugga fortíðar.

Kolbrún Anna Björnsdóttir og Vala Þórsdóttir skrifa handrit, en framleiðendur fyrir Glassriver eru Hörður Rúnarsson, Arnbjörg Hafliðadóttir og Andri Ómarsson. Askja Films er meðframleiðandi ásamt Lunanime BV á Niðurlöndum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR