Menningin á RÚV fjallaði um þáttaröðina Vitjanir og ræddi við aðalleikkonuna Söru Dögg Ásgeirsdóttur, handritshöfundana Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og leikstjórann Evu Sigurðardóttur. Þættirnir, sem Glassriver framleiðir, verða sýndir á RÚV næsta vetur.
Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hlaut á dögunum rúman 33 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Einnig hlaut bíómyndin Sumarljós og svo kemur nóttin sem Berserk Films framleiðir og Elfar Aðalsteins leikstýrir um 17 milljóna króna styrk.
Framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur, þær Ásthildur og Eva Sigurðardóttir, hafa gert samning við bandaríska sölufyrirtækið Hewes Pictures um sölu á myndinni á heimsvísu.
Unnur Ösp Stefánsdóttir, aðalleikkona stuttmyndarinnar Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur, var á dögunum valin besta leikkonan á Budapest Short Film Festival (Busho).
Stuttmyndin Cut eftir Evu Sigurðardóttur, sem frumsýnd var á síðasta ári, hlaut á dögunum aðalverðlaun stuttmyndahátíðarinnar Excuse My French í París. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Stuttmyndin Cuteftir Evu Sigurðardóttur hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir handrit á UnderWire Festival í London sem lýkur í dag. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem var frumsýnd á RIFF fyrr í haust.
Kvikmyndin Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur er nú hálfnuð í tökum. Myndin er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur sem kom út árið 2006 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Framleiðendur eru þær Eva Sigurðardóttir fyrir Askja Films ásamt Ásthildi og fyrirtæki hennar Rebella Filmworks. Þær hafa kynnt til sögunnar ýmsar nýjungar í upptökuferlinu.
Askja Films og Rebella Filmworks, framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggðarpantur sem fer í tökur í haust, munu halda sérstaka kynningu á fyrirbærinu Teymisfjármögnun (Crewfunding) í samvinnu við breska fyrirtækið Big Couch.
Eva Sigurðardóttir var á dögunum valin besti leikstjórinn fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem leggur áherslu á kvikmyndir eftir konur. Myndin hefur nú unnið til 11 alþjóðlegra verðlauna, en hún var einnig valin stuttmynd ársins á Eddunni 2016 sem og besta stuttmyndin á RIFF 2015.
Stuttmyndirnar Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlutu báðar verðlaun á Ipsos Short Film Breaks hátíðinni í Rúmeníu. Sú fyrrnefnda hlaut fyrsta sætið en sú síðarnefnda það þriðja.
Stuttmyndin Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur var valin besta dramatíska stuttmyndin á El Dorado Film Festival sem lauk í Arkansas í Bandaríkjunum í gær.
Kvikmyndagerðarkonurnar Eva Sigurðardóttir og Tinna Hrafnsdóttir keppa nú í Cannes um styrk til gerðar stuttmynda sinna. Keppnin felst í því að kosið er um besta "pitchið" á netinu og nema verðlaunin 5.000 evrum eða rúmum sjö hundruð þúsund krónum.
Stuttmyndin Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlaut í fyrradag London Calling verðlaunin á samnefndri hátíð sem fram fór í BFI Southbank. Alls kepptu 16 stuttmyndir um verðlaunin sem ætluð eru ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki.
Fjórar stuttmyndir framleiddar af Askja Films Evu Sigurðardóttur fara kvikmyndahátíðarúntinn þessa dagana. Fyrirtækið vinnur að þróun verkefna í fullri lengd með leikstjórum allra myndanna og kynnir þau á hátíðum og mörkuðum.
Ásthildur Kjartansdóttir hyggst ráðast í tökur á fyrstu bíómynd sinni í haust. Verkið er byggt á skáldsögunni Tryggðapantur eftir Auði Jónsdóttur. Framleiðandi er Eva Sigurðardóttir hjá Askja Films. Þær leita nú að erlendum konum á aldrinum 25-50 ára til að leika í myndinni.