spot_img

Leitað að leikurum vegna stuttmyndar

ein af þeimKvikmyndafélagið Askja Films hyggst taka upp stuttmyndina Ein af þeim í leikstjórn Evu Sigurðardóttur fljótlega og leitar nú að leikurum. Leitað er að stelpum á aldrinum 14-16 ára og strákum á aldrinum 14-19 ára. Öllum er velkomið að sækja um og geta áhugasamir sent póst á þetta netfang, áheyrnarprufurnar verða síðan í október.

Ein af þeim fjallar um Soffíu, 14 ára stelpu, sem er lögð í einelti og þráir ekkert heitar en að falla í hópinn. Hún tekur afgerandi skref til þess að ná markmiði sínu en það dregur stærri dilk á eftir sér en hana hafði grunað.

Eva Sigurðardóttir mun leikstýra myndinni og verður þetta frumraun hennar í leikstjórastólnum en hún  er reyndur framleiðandi og hefur framleitt fjölda stuttmynda og annarra verkefna og m.a. verið tilnefnd til hinna virtu BAFTA verðlauna fyrir framleiðslu á stuttmyndinni Good Night.

Eva sækir innblástur í sína eigin reynslu sem unglingur í Kópavogi. Hún var lögð í einelti og flutti af þeim sökum erlendis þegar hún var 14 ára. Hún er að flytjast aftur heim núna 16 árum síðar og er þetta ákeðið uppgjör við fortíðina sem og viðbragð við skorti á sögum sagðar frá sjónarhóli kvenna/stúlkna í íslenskum myndum.

Eva fór til Cannes fyrr á árinu og sigraði pitch-keppni SHORTS-TV og hlaut 5.000 evrur fyrir sem nýtist í framleiðslu myndarinnar. Einnig var handritið að Ein af þeim valið í Doris Films verkefnið sem er á vegum WIFT á Íslandi.

Myndin er framleidd af Ragnheiði Erlingsdóttur og Evu fyrir hönd Askja Films sem Eva stofnaði þegar hún fluttist aftur til Íslands fyrr á árinu.

Kitlu myndarinnar má sjá hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR