“Þeir sem þora” sýnd á Evrópuþinginu

Heimildamyndin Þeir sem þora um stuðning Íslands við baráttu Eystrasaltsþjóða fyrir endurheimt sjálfstæðis, var sýnd í Evrópuþinginu í Brüssel 23. janúar síðastliðinn. Um 250 þingmenn, flestir frá Norðurlöndum, Eystrasaltsþjóðum og Austur-Evrópu, sóttu sýninguna, ásamt ráðgjöfum og starfsmönnum.
Posted On 03 Feb 2016

The New York Times um “Hrúta”: Andi gamla testamentisins svífur yfir

A.O. Scott, aðalgagnrýnandi The New York Times, skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar en myndin er frumsýnd vestanhafs í dag.
Posted On 03 Feb 2016

“Sjö bátar” verðlaunuð á Minimalen hátíðinni

Sjö bátar, stuttmynd Hlyns Pálmasonar, var valin besta norræna listræna myndin á Minimalen stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi sem fór fram frá 27. – 31. janúar. Um er að ræða fyrstu verðlaun myndarinnar, sem var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto haustið 2014 og hefur síðan þá ferðast á yfir 20 alþjóðlegar kvikmyndahátíðir.
Posted On 03 Feb 2016

Fjöldi íslenskra kvikmynda í Gautaborg

Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.
Posted On 03 Feb 2016