Daglegt færslusafn: Nov 11, 2014

Íslenskar kvikmyndir í kreppu?

Gagnrýnendur Djöflaeyjunnar, Hlín Agnarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson, ræddu um íslenskar kvikmyndir í tilefni þess að á dögunum voru alls sex slíkar í sýningum á bíóunum. Þeim fannst heilt yfir frekar lítið til þessara mynda koma, nefndu flatar persónur, áberandi karllæga sýn og að handrit væru almennt ekki nógu áhugaverð.

Heimildamyndin „Tezaab“ („Sýra“) leitar hópfjármögnunar

Guðrún Lína Thoroddsen, Bjarney Lúðvíksdóttir og Þórunn Erna Clausen vinna nú að heimildamyndinni Tezaab (Sýra á hindi) sem fjallar um konur á Indlandi sem orðið hafa fyrir sýruárásum og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum.

Hópfjármögnun orðin hluti af fjármögnun kvikmyndagerðar; „Svartihnjúkur“ hefur nú náð í 60%

Hópfjármögnun (crowdfunding) er nú orðin hluti af fjármögnun kvikmyndaverkefna. Upphæðirnar eru í flestum tilfellum ekki mjög háar en geta engu að síður skipt sköpum; annaðhvort sem verulegur hluti fjármögnunar smærri verkefna eða sem fjármögnun afmarkaðra þátta stærri verkefna. Heimildamyndin Svartihnjúkur leitar nú lokafjármögnunar og gengur vel.