Spennandi tímar framundan fyrir norrænt sjónvarpsefni

Norðurlöndin þurfa að auka framboð á dreifingarleiðum fyrir leikið sjónvarpsefni til að mæta betur auknu framboði á slíku efni sem framleitt er í miklum mæli á svæðinu og á háum standard. Þetta kom fram á ráðstefnunni TV Drama Vision sem fram fer á yfirstandandi Gautaborgarhátíð.
Posted On 30 Jan 2015

Enn vinnur “Hvalfjörður” verðlaun

Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, er enn að vinna verðlaun á alþjóðlegum hátíðum og eru þau nú orðin 18 talsins.
Posted On 29 Jan 2015

Anita Wall hlaut Guldbaggen fyrir “Hemma”

Anita Wall vann í gærkvöldi Guldbaggen, verðlaun sænsku  kvikmyndaakademíunnar fyrir leik sinn í sænsk/íslensku kvikmyndinni Hemma.
Posted On 27 Jan 2015

“Jules et Jim” á frönsku hátíðinni

Ástæða er til að vekja athygli á því að meistaraverk Francois Truffaut, Jules et Jim frá 1962, er meðal þeirra mynda sem sýndar eru á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem stendur nú yfir í Háskólabíó til 2. febrúar n.k.
Posted On 27 Jan 2015

“Z for Zachariah” fær almennt góðar viðtökur á Sundance

Z for Zachariah í leikstjórn Craig Zobel var frumsýnd á Sundance hátíðinni um helgina og fjöldi gagnrýnenda hefur þegar tjáð sig um myndina. Viðbrögð eru mismunandi en fleiri eru ánægðir með myndina en ekki.
Posted On 26 Jan 2015

Tökur á “Ófærð” hafnar á Siglufirði

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð eru hafnar á ný og fara nú fram á Siglufirði. Áður höfðu tökur farið fram í Reykjavík og nágrenni en hlé var gert fyrir jól.
Posted On 24 Jan 2015

Plakat “Fúsa” opinberað

Plakatið að nýjustu kvikmynd Dags Kára, Fúsi (eða Virgin Mountain eins og myndin kallast á ensku) hefur verið opinberað.
Posted On 23 Jan 2015

Stockfish hátíðin kynnir fyrstu myndirnar

Stockfish – evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís dagana 19. febrúar til 1. mars 2015. Á hátíðinni verða sýndar 30 kvikmyndir sem hlotið hafa mikla athygli á hátíðum víða um heim. Von er á þekktum verðlaunaleikstjórum og öðru alþjóðlegu kvikmyndagerðarfólki hingað til lands, auk þess sem boðið verður upp á ýmsa viðburði, fyrirlestra og vinnustofur fagfólks í tengslum við hátíðina.
Posted On 23 Jan 2015

Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2014

Klapptré birtir nú fyrstur miðla tæmandi lista yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir , leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir í sjónvarpi. Listinn nær yfir allt þetta efni sem birtist á íslensku sjónvarpsstöðvunum 2014.

Greining | Sveppi 4 nálgast 33.000 gesti

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum er nú í fimmtánda sæti aðsóknarlistans eftir tólftu sýningarhelgi. Myndina sáu 117 manns í liðinni viku, en hún hefur fengið alls 32.971 gesti.
Posted On 21 Jan 2015

“Hjónabandssæla” verðlaunuð í Prag

Stuttmynd Jörundar Ragnarssonar, Hjónabandssæla, vann til sérstakra dómnefndarverðlauna á Prague Short Film Festival sem lauk á sunnudag.
Posted On 20 Jan 2015

Heimildamyndin “Óli Prik” frumsýnd 6. febrúar

Óli Prik er persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og þau tímamót þegar hann snýr aftur heim eftir 17 ár í atvinnumennsku og tekur að sér að þjálfa meistaraflokk Vals. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 6. febrúar.
Posted On 19 Jan 2015

Frönsk kvikmyndahátíð frá 23. janúar; “Lulu nakin” eftir Sólveigu Anspach og “Jules et Jim” Truffaut meðal mynda

Hin árlega Franska kvikmyndahátíð fer fram í Háskólabíói 23. janúar - 2. febrúar. Opnunarmyndin að þessu sinni er gamanmyndin Ömurleg brúðkaup sem hefur slegið í gegn víða um heim.
Posted On 19 Jan 2015

JC Chandor leikstjóri: Kjöldreginn af íslenskum fjárfesti

Hinn ágæti leikstjóri JC Chandor (Margin Call, All is Lost) er í viðtali við The Guardian vegna frumsýningar nýrrar myndar sinnar, A Most Violent Year, sem fengið hefur mjög góðar viðtökur. Í viðtalinu minnist hann á íslenskan bisnessmann sem á að hafa lofað honum fjármagni í framleiðslu myndar en hætt við á síðustu stundu.
Posted On 15 Jan 2015

“Tvíliðaleikur” Nönnu Kristínar til Gautaborgar

Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleikur (Playing With Balls) verður sýnd á Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 23. janúar til 2. febrúar. Myndin hefur áður verið sýnd á Toronto hátíðinni og RIFF síðastliðið haust.
Posted On 15 Jan 2015

Framtíðin ekki glæsileg fyrir íslenska kvikmyndagerð

Mikil óánægja ríkir hjá kvikmyndagerðarmönnum vegna stöðu Kvikmyndasjóðs. Þegar er búið að veita vilyrði fyrir fjármunum upp á 442 milljónir úr sjóðnum á yfirstandandi ári en heildar fjármagn sem sjóðurinn hefur til úthlutunar eru 684,7 milljónir króna.
Posted On 15 Jan 2015

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í “The Theory of Everything”

Það þarf fæstum að koma á óvart að Jóhann Jóhannsson tónskáld hafi verið fyrr í dag tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Bæði er búið að spá þessu af ýmsum undanfarna mánuði og svo hlaut Jóhann Golden Globe á dögunum sem gjarnan er sterk vísbending um Óskarinn. Jóhann er einnig tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna bresku.
Posted On 15 Jan 2015

“Fúsi” Dags Kára á Berlinale

Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem fer fram 5. – 15. febrúar.  Myndin verður heimsfrumsýnd á hátíðinni og mun taka þátt í Berlinale Special Gala hluta hennar, sem samanstendur af myndum sem eru sérstaklega valdar af Dieter Kosslick hátíðarstjóra.
Posted On 15 Jan 2015

Dreymir klippin – viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur

Vefritið Luna Luna birtir viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur klippara þar sem hún fer yfir feril sinn, hvernig hún hóf störf í kvikmyndagerð og hvað klippparastarfið felur í sér.
Posted On 15 Jan 2015

Baldvin Z stýrir “Rétti 3”

Þriðja serían af sakamálaþáttunum Réttur hefst á Stöð 2 í haust og mun Baldvin Z leikstýra þáttunum. Handritið skrifa þeir Þorleifur Örn Arnarson og Andri Óttarsson. Sagafilm framleiðir.
Posted On 14 Jan 2015

104 innsend verk í Edduna

Frestur til að skila inn verkum í Edduna 2015, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), rann út í síðustu viku. Alls voru 104 verk send inn í keppnina. Að auki voru nöfn 265 einstaklinga, sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk, send inn í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014.
Posted On 13 Jan 2015

“París norðursins” tilnefnd til Drekans í Gautaborg

París norðursins er tilnefnd til til Drekaverðlaunanna á Gautaborgarhátíðinni síðar í mánuðinum. Hún er ein af 8 norrænum myndum sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun, en verðlaunaféð er 1 milljón sænskar og það hæsta sem býðst á kvikmyndahátíðum heimsins.
Posted On 12 Jan 2015

Jóhann Jóhannsson hlaut Golden Globe-verðlaunin

Jóhann Jóhannsson tónskáld hlaut í gærkvöldi Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Hann er fyrsti Íslendingurinn til að vinna verðlaunin en áður hafði Björk verið tilnefnd fyrir Dancer in the Dark.
Posted On 12 Jan 2015

Evrópusamtök handritshöfunda tjá sig vegna voðaverkanna í Frakklandi

Fordæma tilræði við tjáningar- og sköpunarfrelsi.
Posted On 10 Jan 2015
12