Tökur á „Ófærð“ hafnar á Siglufirði

Börkur Sigþórsson, Óskar Axelsson, Baltasar Kormákur og Baldvin Z leikstýra þáttaröðinni Ófærð.
Börkur Sigþórsson, Óskar Axelsson, Baltasar Kormákur og Baldvin Z leikstýra þáttaröðinni Ófærð.

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð eru hafnar á ný og fara nú fram á Siglufirði. Áður höfðu tökur farið fram í Reykjavík og nágrenni en hlé var gert fyrir jól.

Á Vísi er haft eftir Sigurjóni Kjartanssyni, sem hefur yfirumsjón með verkinu, að þar sé varpað fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum.

„Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inní.“

Baltasar Kormákur, Baldvin Z., Óskar Axelsson og Börkur Sigþórsson leikstýra seríunni sem verður í tíu klukkustundar löngum þáttum. Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fara með helstu hlutverk. Rvk Studios framleiðir.

Sjá nánar hér: Vísir – Kvikmyndagerðarmenn leggja Siglufjörð undir sig.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR