París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson verður frumsýnd 5. september. Með helstu hlutverk fara Björn Thors Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.