Tökur eru hafnar á endurgerð af Næturvaktinni í Þýskalandi. Þættirnir bera nafnið Tanken - mehr als super sem verða sýndir á ZDFneo síðar á árinu. Letterbox Filmproduktion dótturfélag Studio Hamburg framleiðir þættina.
Þáttaröðin Fangar verður sýnd á kapalstöðinni AMC í Bandaríkjunum, Bretlandi, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Þetta kemur fram á Facebook síðu myndarinnar en gengið var frá samningum á ný yfirstaðinni Berlínarhátíð.
Tómas Lemarquis fer með aðalhlutverkið í rúmensku kvikmyndinni Touch Me Not, sem vakið hefur mikla athygli á Berlínarhátíðinni og hlaut í gærkvöldi Gullbjörninn sem besta myndin. Hulda Rós Guðnadóttir kvikmyndagerðarkona ræddi við hann fyrir Fréttablaðið og birtist viðtalið á laugardag, rétt áður en úrslit lágu fyrir.
Friðrik Erlingsson handritshöfundur ræðir við Vísi um þá gagnrýni sem Lói - þú flýgur aldrei einn hefur fengið vegna framsetningar kvenpersóna sem og birtingarmyndar karllægra viðhorfa. Hann kallar þessar athugasemdir pínlegan þvætting.