„Fangar“ sýnd á AMC

Þáttaröðin Fangar verður sýnd á kapalstöðinni AMC í Bandaríkjunum, Bretlandi, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Þetta kemur fram á Facebook síðu myndarinnar en gengið var frá samningum á ný yfirstaðinni Berlínarhátíð.

Þáttaröðin hefur verið fáanleg á Netflix, þar á meðal á Íslandi, en ekki verið í boði þar á enskumælandi markaði. AMC stöðin hefur boðið uppá mikið gæðaefni á undanförnum árum og má þar nefna Breaking Bad, Mad Men, The Walking Dead og fleiri þætti.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR