Heim Dreifing Fimm íslenskar bíómyndir og tvær þáttaraðir í alþjóðlegri dreifingu

Fimm íslenskar bíómyndir og tvær þáttaraðir í alþjóðlegri dreifingu

-

Úr Andið eðlilega.

Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.

Andið eðlilega er nú sýnd í Svíþjóð, Undir trénu í Bandaríkjunum og Bretlandi, Lói – þú flýgur aldrei einn í Frakklandi og víðar um Evrópu, Kona fer í stríð í Frakklandi og víðar og Svanurinn í Bandaríkjunum. 

Framundan eru síðan almennar sýningar á flestum þessara mynda í fleiri löndum.

Þá eru tvær þáttaraðir, Stella Blómkvist og Fangar, nýlega komnar á efnisveitur víða um Norðurlönd og Evrópu.

Einnig skal nefna kvikmyndina Adrift sem Baltasar Kormákur leikstýrir, en hún hefur verið sýnd víða um heim í sumar.

Ekki er vitað til þess að áður hafi svo mörg íslensk kvikmyndaverk verið í almennum sýningum á alþjóðlegum markaði.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.