HeimEfnisorðStella Blómkvist

Stella Blómkvist

„Stella Blómkvist“ sýnd á Sundance Now, „Lói“ byrjar vel í norskum bíóum

Sýningar á þáttaröðinni Stella Blómkvist hefjast á Sundance Now streymisveitunni á morgun, 31. janúar, en veitan nær til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þá eru sýningar á Lói - þú flýgur aldrei einn hafnar í norskum kvikmyndahúsum og fer myndin vel af stað þar í landi.

Heiða Rún tilnefnd til C21 sjónvarpsverðlaunanna fyrir „Stellu Blómkvist“

Heiða Rún Sigurðardóttir (Heida Reed) er tilnefnd sem besta leikkonan á C21’s International Drama Awards fyrir túlkun sína á Stellu Blómkvist í samnefndum sjónvarpsþáttum framleiddum af Sagafilm sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans.

Fimm íslenskar bíómyndir og tvær þáttaraðir í alþjóðlegri dreifingu

Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.

Stella Blómkvist kölluð hundóféti á háum hælum

Þáttaröðin um Stellu Blómkvist er nú sýnd í Frakklandi og fær serían góða umsögn á vefnum Do It in Paris, þar sem Stella er kölluð hundóféti á háum hælum (það stuðlar).

Brellustikla „Stellu Blómkvist“ opinberuð

Sigurgeir Arinbjarnarson og samstarfsfólk hans hjá myndbrellufyrirtækinu Kontrast hefur opinberað brellustiklu (VFX Breakdown) þáttaraðarinnar Stellu Blómkvist og má skoða hana hér. Næstum 400 brelluskot voru unnin fyrir þáttaröðina.

Spjallað við handritshöfunda „Stellu Blómkvist“

Á fréttavef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við handritshöfunda þáttaraðarinnar Stellu Blómkvist; Jóhann Ævar Grímsson, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Andra Óttarsson. Verkið keppir nú um Norrænu sjónvarpsverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni.

„Stella Blómkvist“ í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar og á Viaplay í febrúar

Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.

Sjö íslensk verk til Gautaborgar – „Andið eðlilega“ í keppni

Kvikmyndirnar Andið eðlilega,  Undir trénuSvanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.

Jóhann Ævar Grímsson tilnefndur til norrænna handritsverðlauna fyrir „Stellu Blómkvist“

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur kynnt tilnefningar til sjónvarpshandritaverðlauna sinna, en þetta er í annað skiptið sem þau eru veitt. Fulltrúi Íslands er Jóhann Ævar Grímsson fyrir handritið að þáttaröðinni Stellu Blómkvist.

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

100 þúsund sinnum horft á „Stellu Blómkvist“ þættina á fyrstu dögunum

Framúrskarandi móttökur á sjónvarpsþáttunum um Stellu Blómkvist staðfesta að Síminn getur framleitt innlent efni í meira mæli, segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans í spjalli við Viðskiptablaðið.

Þáttaröðin „Stella Blómkvist“ fer öll í loftið í dag í Sjónvarpi Símans

Allir sex þættir þáttaraðarinnar Stella Blómkvist fara í loftið í dag hjá Sjónvarpi Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er haft á með íslenska þáttaröð.

„Stella Blómkvist“ sögð gera Nordic Noir sjóðheitt á ný

Sænska vefritið Moviezine fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem sýnd er á Norrænum kvikmyndadögum í Lubeck. Blaðamaðurinn, Alexander Dunerfors, segir Stellu vera allt það sem hann telji litlu systur Sögu Norén úr Brúnni eiga að vera; óttalausa, klára, þokkafulla, óvenjulega og klækjakvendi þegar þarf.

„Stella Blómkvist“ í bak og fyrir

Drama Quarterly fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem verður til sýnis í Sjónvarpi Símans og á Viaplay í lok nóvember. Rætt er við Óskar Þór Axelsson leikstjóra, Kjartan Þór Þórðarson framleiðenda, Heiðu Rún Sigurðardóttur (Heiðu Reed) sem fer með aðalhlutverkið og Jóhann Ævar Grímsson aðalhandritshöfund.

Sagafilm kynnir „Stellu Blómkvist“ og fjölda annarra verkefna á MIPCOM

MIPCOM markaðurinn fer fram í Cannes í Frakklandi þessa vikuna, en þar koma saman helstu fyrirtæki á heimsvísu til að selja, sýna og kaupa nýtt sjónvarpsefni af öllum toga. Sagafilm tekur nú þátt í markaðinum í tuttugasta sinn og kynnir þar fjölda verkefna.

[Stikla] „Stella Blómkvist“, alþjóðleg útgáfa

Alþjóðleg útgáfa stiklu þáttaraðarinnar Stella Blómkvist hefur verið opinberuð. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Símann og norrænu efnisveituna Viaplay. Red Arrow annast alþjóðlega sölu.

[Stikla] Þáttaröðin „Stella Blómkvist“

Þáttaröðin Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans í nóvember næstkomandi. Stikla þáttanna, sem eru sex talsins og verða allir fáanlegir í einu, er komin út.

Viaplay fjárfestir í „Stellu Blómkvist“

Norræna streymisveitan Viaplay hefur fjárfest í þáttaröðinni Stellu Blómkvist sem Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem Viaplay tekur þátt í íslensku sjónvarpsverkefni.

Tökur standa yfir á þáttaröðinni „Stellu Blómkvist“

Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.

Pálmi Guðmundsson um innlendar þáttaraðir í Sjónvarpi Símans

Morgunblaðið ræðir við Pálma Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans um fyrirtækið og framtíðarplön þess á sviði innlendrar dagskrárgerðar.

Þessar bíómyndir og leiknu þáttaraðir eru væntanlegar á næstu misserum

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.

Margt framundan hjá Sagafilm

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Vala Halldórsdóttir þróunarstjóri Plain Vanilla hafa tekið sæti í stjórn Sagafilm. Fyrirtækið, hvers verk hlutu alls 15 tilnefningar til Edduverðlauna á dögunum, undirbýr nú gerð leikinnar þáttaraðar fyrir Skjáinn sem og kvikmyndar sem byggð verður á Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Þá verða tækjaleigan Luxor og Sagaevents eftirleiðis reknar sem sér einingar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR