[Stikla] Þáttaröðin „Stella Blómkvist“

Þáttaröðin Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans í nóvember næstkomandi. Stikla þáttanna, sem eru sex talsins og verða allir fáanlegir í einu, er komin út.

Heiða Rún Sigurðardóttir (Heidi Reed) fer með titilhlutverkið, andhetjuna, tálkvendið og lögfræðinginn Stellu Blómkvist sem fetar sínar eigin slóðir – helst yfir tærnar á valdamiklu fólki sem hefur eitthvað að fela.

Óskar Þór Axelsson leikstýrir en handritshöfundar eru Jóhann Ævar Grímsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Andri Óttarsson. Sagafilm framleiðir.

Smellið hér til að sjá stiklu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR