[Stikla] „690 Vopnafjörður“ eftir Körnu Sigurðardóttur

690 VOPNAFJÖRÐUR.

Stikla heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður eftir Körnu Sigurðardóttur hefur verið opinberuð. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís frá 26. október.

Myndin er svo kynnt:

Austur á Vopnafirði eiga 645 manns heima. Í daglegu amstri samfélagsins vofir yfir ógnin af fólksfækkun en hver einstaklingur skiptir miklu máli til að halda voninni um að litla byggðarlagið eigi sér framtíð.

690 Vopnafjörður gefur innsýn í tengsl íbúanna við heimabæinn sinn, sjálfsmyndina sem er samofin firðinum og samfélagsleg áhrif sem heldur fólki heima, eða ber það á önnur mið.

Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor og í umsögn sinni á Klapptré sagði Ásgeir H. Ingólfsson hana langbestu mynd hátíðarinnar:

„Þetta er í vissum skilningi mannfræðileg esseyjumynd, en hleypur þó undan þeim skilgreiningum – en hún er gullfalleg og fangar heim sem flestir kannast við þótt þeir hafi aldrei komið á Vopnafjörð – og var satt best að segja langbesta mynd hátíðarinnar, hvað sem öllum Einurum líður, gullfalleg og ærleg svipmynd af þorpi – og eitthvað fallegt við að sjá hana hérna á Patreksfirði, bænum sem Jón úr Vör orti einmitt Þorpið um.“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR