Atli Örvarsson hlaut BAFTA-verðlaun fyrir tónlist í þáttaröðinni SILO

Atli Örvarsson var verðlaunaður fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Silo á BAFTA-verðlaunahátíðinni (BAFTA Craft Awards) í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fær tilnefningu til BAFTA-verðlauna.

Þetta kemur fram á vef RúV og þar segir:

Atli sagði í þakkarræðu sinni í kvöld að vinnan við tónlistina í þáttunum hefði verið draumaverkefni. Hann þakkaði meðal annarra leikstjóranum Morten Tyldum en það var fyrir tilstilli hans sem Atli tók að sér verkefnið. Atli sagði Tyldum hafa áttað sig á því verkið þarfnaðist einhvers sem hefði alist upp með dimmum og innilokandi vetrum á norðanverðu Íslandi.

Atli sagði við fréttastofu í mars að hann hafi unnið að tónlistinni í Lundúnum síðasta eina og hálfa árið. Hún hafi síðan verið tekin upp í Bretlandi og á Akureyri þar sem tónskáldið hefur komið sér upp bækistöðvum. „Leikstjóri fyrstu þáttanna var Morten Tyldum sem ég hef unnið með áður og það var fyrir tilstilli hans að ég stökk út í þetta.“

HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR