Atli Örvarsson gerir tónlistina við „The Hitman’s Bodyguard“

Atli Örvarsson tónskáld.

Atli Örvarsson gerir tónlistina við bandarísku grín-hasarmyndina The Hitman’s Bodyguard sem væntanleg er í haust. Ryan Reynolds og Samuel Jackson fara með aðalhlutverkin en leikstjóri er Patrick Hughes (The Expendables 3).

Atli gerir einnig tónlistina við þrívíddarteiknimyndina Lói-þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar. Myndin er væntanleg um næstu jól.

Fleiri verkefni Atla eru væntanleg, þar á meðal endurgerð spennumyndarinnar Jacob’s Ladder í leikstjórn David Rosenthal. Tónskáldið vinnur einnig reglulega við sjónvarpsþættina Chicago Fire, Chicago P.D., Chicago Med og Chicago Justice.

Sjá nánar hér: Atli Orvarsson Scoring ‘The Hitman’s Bodyguard’ | Film Music Reporter

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR