Hildur Guðnadóttir og Atli Örvarsson fá tilnefningu til Grammy verðlauna

Tónskáldin Hildur Guðnadóttir og Atli Örvarsson fá bæði tilnefningu til Grammy verðlauna, en þau verða afhent 31. janúar næstkomandi.

Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í Joker í flokknum Best Score Soundtrack For Visual Media, en Atli fyrir tónlistina í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, ásamt öllum þeim sem unnu að tónlist kvikmyndarinnar í flokknum Best Compilation Soundtrack For Visual Media. Skoða má tilnefningarnar í þessum flokkum hér.

Hildur hlaut Grammy verðlaun í ársbyrjun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR