spot_img
HeimFréttirHildur Guðnadóttir og Atli Örvarsson fá tilnefningu til Grammy verðlauna

Hildur Guðnadóttir og Atli Örvarsson fá tilnefningu til Grammy verðlauna

-

Tónskáldin Hildur Guðnadóttir og Atli Örvarsson fá bæði tilnefningu til Grammy verðlauna, en þau verða afhent 31. janúar næstkomandi.

Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í Joker í flokknum Best Score Soundtrack For Visual Media, en Atli fyrir tónlistina í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, ásamt öllum þeim sem unnu að tónlist kvikmyndarinnar í flokknum Best Compilation Soundtrack For Visual Media. Skoða má tilnefningarnar í þessum flokkum hér.

Hildur hlaut Grammy verðlaun í ársbyrjun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR