Þrír Íslendingar á stuttlista Óskarsverðlauna

Hildur Guðnadóttir tónskáld, Sara Gunnarsdóttir leikstjóri og Heba Þórisdóttir förðunarmeistari eru allar á stuttlista Óskarsverðlauna sem birtur var í dag. Hildur er á listanum fyrir tónlist sína í Women Talking eftir Sarah Polley. Teiknimynd Söru, My Year of Dicks, er stuttlistuð fyrir stuttar teiknimyndir. Heba stýrði förðunardeild kvikmyndarinnar Babylon eftir Damien Chazelle, sem er stuttlistuð fyrir hár og förðun.

Hildur hlaut á dögunum tilnefningu til Golden Globe verðlauna fyrir sama verk. Mynd Söru, sem upphaflega stóð til að yrði þáttaröð, hefur þegar verið verðlaunuð á kvikmyndahátíðum á árinu. Heba hefur lengi verið í fremstu röð förðunarmeistara í Los Angeles. Meðal nýlegra mynda sem hún hefur komið að eru Don’t Worry Darling, Once Upon a Time in Hollywood, Licorice Pizza og The Suicide Squad.

Listann má skoða hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR