HeimEfnisorðÓskarsverðlaunin 2023

Óskarsverðlaunin 2023

Horfðu á MY YEAR OF DICKS hér

Teiknimyndin My Year of Dicks í leikstjórn Söru Gunnarsdóttur er á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokknum besta stutta teiknimyndin. Hægt er að horfa á myndina hér í takmarkaðan tíma.

Þrír Íslendingar á stuttlista Óskarsverðlauna

Hildur Guðnadóttir tónskáld, Sara Gunnarsdóttir leikstjóri og Heba Þórisdóttir förðunarmeistari eru allar á stuttlista Óskarsverðlauna sem birtur var í dag. Hildur er á listanum fyrir tónlist sína í Women Talking eftir Sarah Polley. Teiknimynd Söru, My Year of Dicks, er stuttlistuð fyrir stuttar teiknimyndir. Heba stýrði förðunardeild kvikmyndarinnar Babylon eftir Damien Chazelle, sem er stuttlistuð fyrir hár og förðun.

BERDREYMI framlag Íslands til forvals Óskarsverðlauna

Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson verður framlag Íslands til forvals Óskarsverðlauna 2023. Þetta var tilkynnt á Edduverðlaununum sem fram fóru í kvöld.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR