"Víðast hvar erlendis þegar Danmörku ber á góma eru leiknu þáttaraðir danska ríkissjónvarpsins það fyrsta jákvæða sem kemur upp í huga fólks. Þessi mikilvægi samfélagsspegill danskra er einnig þeirra mikilvægasta útflutningsvara síðustu ára. Víðtæk jákvæð áhrif þessa þarf ég ekki að tíunda hér. En gæði dansks sjónvarpsefnis er ekki tilviljun," segir Ragnar Bragason.
"Af hverju skyldu Danir hafa náð svona langt? Það skyldi þó aldrei vera að í Danmörku ríki talsvert meiri skilningur á mikilvægi danskrar kvikmyndagerðar og sterkum ríkisfjölmiðli sem leggur rækt við menningarlega sérstöðu?," spyr Margrét Örnólfsdóttir formaður FLH.
Haraldur Jónasson skrifar í Fréttatímann um Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum og segir hana ljómandi skemmtilega og vel gerða fjölskyldumynd þar sem ímyndunaraflið sé nýtt til hins ítrasta og kjánalátum og vitleysu gert sérlega hátt undir höfði.
Fleiri Íslendingar fylgja nú í fótspor Baltasars Kormáks og koma að kvikmyndum sem fara á toppinn í Bandaríkjunum, stærsta kvikmyndamarkaði heimsins. Kvikmyndin John Wick með Keanu Reeves í aðalhlutverki trónir nú efst á lista þar í landi en ein af lykilmanneskjum þeirrar myndar er klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir.
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kúla Inventions hefur kynnt til sögunnar þrívíddarbúnað til að nota með flestum tegundum myndavéla. Kúla stendur fyrir söfnun á Kickstarter til að fjármagna verkefnið og er búnaðurinn væntanlegur á markað á fyrri hluta næsta árs.
Benedikt Erlingsson notaði tækifærið þegar hann tók á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í gærkvöldi fyrir Hross í oss og sendi íslenskum stjórnvöldum og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra beiska pillu, en Illugi var viðstaddur.
Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að ungum leikurum fyrir kvikmyndina Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem áætlað er að fari í tökur í ágúst á næsta ári. Strákar á aldrinum 11-17 ára og stelpur á aldrinum 12-17 eru hvött til að sækja um en áheyrnarprufur verða haldnar í nóvember.
"Ég gaf mér það leyfi að tala tæpitungulaust út frá mínu sjónarhorni um verk manna, en ekki um þá sjálfa. Þeir höfundar sem hafa tekið orð mín sem persónulegri árás verða að skilja að verk þeirra eru ekki hafin yfir gagnrýni - og það voru verkin sem ég gagnrýndi - þótt slíkt hafi löngum tíðkast í íslenskri kvikmyndagerð, að kollegunum sé hlíft við því hvað hinum raunverulega finnst. Við verðum að láta af slíkri kurteisi, því hún hamlar því sem við öll óskum eftir: framförum í íslenskri kvikmyndagerð," segir Friðrik Erlingsson í nýjum pistli.
Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson var rétt í þessu að hljóta Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en verðlaunaafhendingin stendur yfir þessa stundina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun, en jafnframt eru þetta 25. verðlaunin sem myndin hlýtur.
Á vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar er að finna grein þar sem farið er yfir ástæðurnar á bakvið velgengni Dana á sviði sjónvarpsþáttagerðar. Höfundurinn, Freja Dam, bendir á að róttæk stefnubreyting hjá DR (danska ríkisútvarpinu) sem hafi meðal annars falið í sér mikla áherslu á nána samvinnu við kvikmyndabransann, hafi lagt grunninn að núverandi gullöld danskra sjónvarpsþáttaraða.
Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.
Föstudaginn 31. október gerast þau undur að hvorki meira né minna en sex íslenskar bíómyndir verða í sýningum í kvikmyndahúsum; Borgríki 2, Afinn, París norðursins, Vonarstræti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Grafir og bein. Tvær þær síðastnefndu verða frumsýndar þennan dag.
Handrit vísindatryllisins Protos eftir Martein Þórsson hefur verið valið til kynningar á B'EST (Baltic East by West Producers’ Workshop), vinnustofu á vegum EAVE samtakanna sem höndla með verkefnaþróun og samstarf milli evrópskra framleiðenda. Verkefnið hefur áður hlotið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð.
"Að mestu leyti mjög vönduð mynd sem heldur manni frá upphafi til enda. Þetta er það sem maður myndi kalla “solid ræmu”. Hún gerir fátt sérlega illa og nær að mestu því sem hún ætlar sér. Þetta er framhaldsmynd sem er ekki algjör endurtekning á fyrstu myndinni heldur víkkar út heiminn og bætir einhverju við, en viðheldur samt stemningu fyrstu myndarinnar," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.
Hrollvekjan Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson verður frumsýnd 31. október. Þetta er fyrsta kvikmynd Antons í fullri lengd en hann skrifar einnig handrit.
Fjórða Sveppa-myndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, verður frumsýnd þann 31. október. Fyrri myndirnar þrjár hafa allar notið geysilegra vinsælda og eru allar í hópi tuttugustu vinsælustu íslenskra mynda samkvæmt lista SMÁÍS.
Klapptré hefur heimildir fyrir því að teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hafi fengið vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð uppá 90 milljónir króna. Verkefnið hefur verið nokkur ár í vinnslu á vegum GunHil, fyrirtækis Hilmars Sigurðssonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig stóðu að teiknimyndinni Þór - hetjur Valhallar.
Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Alls sáu 1.375 myndina um helgina em alls 4.739 yfir vikuna. Heildaraðsókn frá upphafi nemur því 7.476 manns.