Heim Gagnrýni Fréttatíminn um "Algjöran Sveppa 4": besta Sveppamyndin til þessa

Fréttatíminn um „Algjöran Sveppa 4“: besta Sveppamyndin til þessa

-

AlgjorSveppi4Haraldur Jónasson skrifar í Fréttatímann um Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum og segir hana ljómandi skemmtilega og vel gerða fjölskyldumynd þar sem ímyndunaraflið sé nýtt til hins ítrasta og kjánalátum og vitleysu gert sérlega hátt undir höfði.

Nú eru Sveppamyndirnar hættar að vera þríleikur þar sem sú fjórða verður frumsýnd í dag, föstudag. Við fjórðu mynd missa menn oft þolið og myndirnar slappast fyrir vikið. En það er ekki tilfellið hjá höfundum og prímusmótorum bálksins, Braga og Sveppa, sem slá frekar í klárinn en hitt. Því þessi mynd er spennandi og fyndin frá fyrstu mínútu. Sú besta að mínu mati.

Sessunautur minn, átta ára dóttir mín, iðaði í sætinu allan tímann og hló, ýmist af gleði eða geðshæringu. Sumt skildi hún ekki alveg enda nokkrir brandarar ætlaðir eldri kynslóðinni og er það vel í svona fjölskyldumynd.

Sveppi, Villi og Gói halda myndinni uppi að vanda og gera það vel en vert er að nefna alla aukaleikarana sem að eru ekki síðri, Vondi kallinn, gott ef hann var ekki vondu karlarnir, virkaði sérlega vondur og langaði í landsyfirráð. Fabrikku Jói var góður sem og Einar Örn sem margir kannast frekar við sem Manna úr Nonna og Manna. Hilmi Snæ þarf ekki að nefna, enda toppeintak þar á ferð, sérlega myndarlegur með ljómandi yfirskegg. En hins vegar má taka út fyrir sviga hann Gulla okkar Helga sem átti gæða innkomu í myndina. Lék þar lífsglaðan Jóhannes sem keyrir flutningabíl uppí Borgarnes og alla leið á Snæfellsnes.

Sumsé, þetta er ljómandi skemmtileg og vel gerð fjölskyldumynd þar sem ímyndunaraflið er nýtt til hins ítrasta og kjánalátum og vitleysu gert sérlega hátt undir höfði.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.