Sambýlisfólkið Helga Arnardóttir og Bragi Þór Hinriksson ljúka fljótlega tökum á barnamyndinni Birtu sem hann leikstýrir eftir sögu hennar. Hann segir þau hafa þurft að hugsa út fyrir kassann í kófinu.
Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum, hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni SIFFCY (Smile International Film Festival for Children & Youth) sem lauk um helgina í Nýju Delí á Indlandi.
Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinrikssonvann í fyrradag til verðlauna á Chicago International Children's Film Festival. Myndin keppti í flokki kvikmynda í fullri lengd og hlaut verðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar.
Víti í Vestmannaeyjum í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar hlaut um helgina tvenn verðlaun á Schlingel barnakvikmyndahátíðinni í Chemnitz í Þýskalandi. Bragi Þór veitti verðlaununum viðtöku ásamt Lúkas Emil Johansen, sem fer með aðalhlutverkið.
"Hádramatískt og fjörugt ævintýri, sem inniheldur góða blöndu af tárum, brosum og takkaskóm," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Víti í Vestmannaeyjum Braga Þórs Hinrikssonar.
Bragi Þór Hinriksson ræðir við Morgunblaðið um gerð kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum, sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Hann segir krakka kröfuharða kvikmyndagesti.
Danska sölufyrirtækið LevelK mun höndla alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin, sem er frumsýnd hér á landi í mars, verður kynnt kaupendum á Evrópska kvikmyndamarkaðinum sem fram fer á Berlinale hátíðinni í febrúar.
Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum, sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason verður frumsýnd 9. mars næstkomandi. Stikla myndarinnar hefur verið gerð opinber.
CAOZ Animation og Little Big Films framleiðandi kvikmyndanna um Sveppa og félaga gerðu nýverið með sér samstarfssamning um gerð teiknimynda sem byggðar verða á ævintýrum Sveppa.
Haraldur Jónasson skrifar í Fréttatímann um Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum og segir hana ljómandi skemmtilega og vel gerða fjölskyldumynd þar sem ímyndunaraflið sé nýtt til hins ítrasta og kjánalátum og vitleysu gert sérlega hátt undir höfði.
Fjórða Sveppa-myndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, verður frumsýnd þann 31. október. Fyrri myndirnar þrjár hafa allar notið geysilegra vinsælda og eru allar í hópi tuttugustu vinsælustu íslenskra mynda samkvæmt lista SMÁÍS.
Fjórða Sveppamyndin verður frumsýnd í Sambíóunum í október næstkomandi. Tökur hefjast 21. júlí og eru sömu aðalleikarar og í flestum fyrri myndum um ævintýri Sveppa, þ.e. Sverrir Þór Sverrisson, Guðjón Davíð Karlsson og Vilhelm Anton Jónsson.