spot_img

“Víti í Vestmannaeyjum” fær verðlaun í Póllandi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson vann til verðlauna á Ale Kino barnakvikmyndahátíðinni í Poznan síðastliðinn laugardag.

Hátíðin er með sérstakan fótboltamyndaflokk og vann kvikmyndin í þeim flokki. Verðlaunin bera heitið The Football Goats, en Gullnu geiturnar eru bæði merki borgarinnar Poznan og merki verðlaunanna á hátíðinni.

Víti í Vestmannaeyjum hefur nú unnið til fjögurra alþjóðlegra verðlauna.

Sjá nánar hér: Víti í Vestmannaeyjum vinnur til verðlauna á Ale Kino barnakvikmyndahátíðinni

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR