Ása Helga Hjörleifsdóttir kynnir „Svar við bréfi Helgu“ í Les Arcs

Ása Helga Hjörleifsdóttir (Mynd: Fréttablaðið/Ernir)

Ása Helga Hjörleifsdóttir mun kynna Svar við bréfi Helgu, nýtt verkefni sitt sem nú er í vinnslu, á samframleiðslumessunni sem fram fer á Les Arcs kvikmyndahátíðinni dagana 15.-22. desember næstkomandi.

Verkið er byggt á samnefndri skáldsögu Bergsteins Birgissonar, en Zik Zak framleiðir. Verkefnið er eitt af 20 sem valin voru til þátttöku.

Skáldsagan Svar við bréfi Helgu segir af öldruðum bónda semskrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana?Minningar úr sveitinni fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.

Sjá nánar hér: Les Arcs Film Festival – 15-22 december 2018

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR