„Búi“ vinnur í Berlín

Búi, stuttmynd Ingu Lísu Middleton, hlaut sérstaka viðurkenningu barnadómnefndar (special mention) í flokknum 8+ & 10+ á kvikmyndahátíðinni KUKI fyrir börn og unglinga. Hátíðin fór fram í Berlín í Þýskalandi.

Inga Lísa Middleton (Ævintýri á okkar tímum) leikstýrir og skrifar handritið að Búa. Myndin er framleidd af Skúla Fr. Malmquist fyrir Zik Zak kvikmyndir og skartar þeim Önju Sæberg, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Bjarna Kristbjörnssyni í aðalhlutverkum.

Búi fjallar um Önnu, níu ára stelpu sem flytur í nýtt hverfi og er utangátta þar. Hún kynnist Búa sem hvetur hana til að drýgja hetjudáð til að sýna krökkunum í hverfinu hvað í henni býr. Fljótlega kemur þó í ljós að Búi er ekki allur þar sem hann er séður.

Búi vann til verðlauna árið 2017 á SCHLINGEL kvikmyndahátíðinni fyrir börn og unglinga þar sem hún var valin besta stuttmyndin.

Sjá nánar hér: Búi vinnur til verðlauna á kvikmyndahátíðinni KUKI í Berlín

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR