„Heilabrotinn“ sýnd í Sambíóunum

Bergþór Frímann Sverrisson í Heilabrotinn eftir Braga Þór Hinriksson.
Bergþór Frímann Sverrisson í Heilabrotinn eftir Braga Þór Hinriksson.

Heilabrotinn, stuttmynd Braga Þórs Hinrikssonar, er nú sýnd í Sambíóunum á undan bandarísku bíómyndinni Disconnect. Myndin, sem er um 17 mínútur að lengd, segir sögu ungs drengs sem hefur nýlega verið greindur með geðsjúkdóm og hvernig fjölskylda hans bregst við þeim fregnum. Á meðan myndin tekur fyrir hræðilegan sjúkdóm segir hún einnig frá styrk og von og hvernig tiltekið hugarfar getur varpað nýju ljósi á hlutina.

Bragi Þór leikstýrir, framleiðir og skrifar handrit ásamt Bergþóri Frímanni Sverrissyni sem einnig fer með aðalhlutverk en verkið byggir á hans reynslu. Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Hrefna Hallgrímsdóttir, Björn Thors og Guðjón Davíð Karlsson.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR