Heim Fréttir "Víti í Vestmannaeyjum"

[Stikla] „Víti í Vestmannaeyjum“

-

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum, sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason verður frumsýnd 9. mars næstkomandi. Stikla myndarinnar hefur verið gerð opinber.

Víti í Vestmannaeyjum er þroskasaga Jóns sem fer á sitt fyrsta knattspyrnumót í Vestmannaeyjum. Þar þarf Jón að takast á við
sjálfan sig og aðra, bæði innan vallar sem utan.

Jóhann Ævar Grímsson, Otto Geir Borg og Gunnar Helgason skrifa handrit og leikstjórn er í höndum af Braga Þórs Hinrikssonar.

Samhliða framleiðslu kvikmyndarinnar verða þróaðir og framleiddir sex sjónvarpsþættir sem einnig eru byggðir á bókinni og hefur RÚV tryggt sér sýningarréttinn á þeim. Level K dreifir hvoru tveggja á heimsvísu og hefst kynning erlendis snemma á næsta ári.

Sagafilm sem framleiðir kvikmyndina, fékk Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkmann til liðs við sig við gerð kynningarstiklu fyrir myndina. Hannes Þór sem að öllum líkindum spilar fyrir íslenska landsliðið á heimsmeistaramótinu næsta sumar í Rússlandi, var fastráðinn leikstjóri í fullu starfi hjá Sagafilm árin 2012 og 2013, áður en hann hóf atvinnuferil í fótbolta. Hann spilar í dag fyrir Randers í Danmörku.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.