Opnað fyrir innsendingar í Edduna 2018

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2018. Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2017.

Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri Innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum inn á ftp þjón. Sjá nánar hér: http://innsending.netvarp.is/

Gjald fyrir innsent verk í einn af aðalflokkum Eddunar er kr 25.000 kr og innsending í fagverðlaunaflokk kostar kr 5.000 (verð eru án vsk).  Sjá nánar um innsendingarreglur.

Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 15. janúar, 2018 og strax í kjölfarið hefja valnefndir Eddunnar störf. Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlauna nokkrum dögum síðar og hefst kosning Akademíunnar þá.

Kjörgengir eru allir þeir sem hafa greitt aðildargjöld ÍKSA fyrir árið 2017 áður en tilnefningar eru tilkynntar.

Eins og var samþykkt haustið 2015 gilda atkvæði valnefnda 50% á móti atkvæðum meðlima ÍKSA í endanlegri kosningu.

Sjá nánar um reglur Eddunnar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR