„Fangar“ með flestar tilnefningar til Eddunnar

Þáttaröðin Fangar fær flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár eða alls 14. Undir trénu hlýtur 12 tilnefningar og Svanurinn 9. Þáttaröðin Stella Blómkvist fær 8 tilnefningar.

Edduverðlaunin verða veitt í 19. sinn á Hótel Hilton þann 25. febrúar og verður hátíðin í beinni útsendingu á RÚV klukkan 20.15.

Þetta ár voru alls 111 verk send inn til þátttöku; 8 kvikmyndir í fullri lengd, 13 heimildamyndir, 10 í flokkinn barnaefni, 9 stuttmyndir, 5 verk í flokkinn leikið sjónvarpsefni og 76 í annað sjónvarpsefni.

Verðlaunaflokkarnir eru 26, auk heiðursverðlauna. Þetta árið hefur nýjum flokki verið bætt við, en það er Upptöku- eða útsendingarstjóri ársins, lifandi viðburðir í sjónvarpi.

TILNEFNINGAR TIL EDDUVERÐLAUNA 2018:

Sjónvarpsefni ársins (Kosið verður um sigurvegaranum í flokknum Sjónvarpsefni ársins á ruv.is.)
Fangar
Fósturbörn
Kveikur
Leitin að upprunanum
Loforð
Opnun
Stella Blómkvist
Ævi
Örkin

Barna- og unglingaefni ársins
Loforð
Sumarbörn
Örkin

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Auðæfi hafsins 2
Fósturbörn
Kveikur

Heimildarmynd ársins
Háski fjöllin rumska
Out of Thin Air
Reynir sterki

Kvikmynd ársins
Svanurinn
Undir trénu
Vetrarbræður

Leikið sjónvarpsefni ársins
Fangar
Loforð
Stella Blómkvist

Menningarþáttur ársins
Framapot
Kiljan
Klassíkin okkar
Opnun
Tungumál framtíðarinnar

Mannlífsþáttur ársins
Hæpið
Leitin að upprunanum
Paradísarheimt
Ævar vísindamaður
Ævi

Skemmtiþáttur ársins
Andri á flandri í túristalandi
Áramótaskaup 2017
Hulli 2

Stuttmynd ársins
Atelier
Frelsun
Munda

Brellur ársins
Kontrast, Davíð Jón Ögmundsson, Sigurgeir Arinbjarnarson og Arnar Jónsson fyrir Stellu Blómkvist
Pétur Karlsson fyrir Svaninn
The Gentlemen Broncos, Alexander Schepelern, Emil Pétursson og Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Undir trénu

Búningar ársins
Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Stellu Blómkvist
Helga Rós V. Hannam fyrir Fanga
Sylvia Dögg Halldórsdóttir fyrir Svaninn

Gervi ársins
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Out of Thin Air
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Stellu Blómkvist
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Fanga

Handrit ársins
Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svaninn
Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu
Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason fyrir Fanga

Hljóð ársins
Björn Viktorsson, Frank Mølgaard Knudsen og Sylvester Holm fyrir Undir trénu
Huldar Freyr Arnarson, Pétur Einarsson og Daði Georgson fyrir Fanga
Tina Andreas fyrir Svaninn

Klipping ársins
Guðni Hilmar Halldórsson fyrir Stellu Blómkvist
Kristján Loðmfjörð fyrir Undir trénu
Valdís Óskarsdóttir, Sigurður Eyþórsson og Sverrir Kristjánsson fyrir Fanga

Kvikmyndataka ársins
Jakob Ingimundarson fyrir Ég man þig
Martin Neumeyer fyrir Svaninn
Árni Filippusson fyrir Fanga

Leikari í aðalhlutverki
Elliott Crosset Hove fyrir Vetrarbræður
Jóhannes Haukur Jóhannesson fyrir Ég man þig
Steinþór Hróar Steinþórsson fyrir Undir trénu

Leikkona í aðalhlutverki
Edda Björgvinsdóttir fyrir Undir trénu
Gríma Valsdóttir fyrir Svaninn
Heiða Rún Sigurðardóttir fyrir Stellu Blómkvist

Leikkona í aukahlutverki
Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Fanga
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir Fanga
Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Fanga

Leikari í aukahlutverki
Lars Mikkelsen fyrir Vetrarbræður
Sigurður Sigurjónsson fyrir Undir trénu
Þorsteinn Bachmann fyrir Undir trénu

Leikmynd ársins
Haukur Karlsson fyrir Stellu Blómkvist
Heimir Sverrisson fyrir Fanga
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Undir trénu

Leikstjórn ársins
Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svaninn
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu
Ragnar Bragason fyrir Fanga

Sjónvarpsmaður ársins
Guðrún Sóley Gestsdóttir fyrir Kastljós og Menninguna
Sigríður Halldórsdóttir fyrir Ævi
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fyrir Leitina að upprunanum
Sigyn Blöndal fyrir Stundina okkar
Unnsteinn Manuel Stefánsson fyrir Hæpið

Tónlist ársins
Daníel Bjarnason fyrir Undir trénu
Gunnar Örn Tynes og Örvar Smárason fyrir Svaninn
Pétur Ben fyrir Fanga

Upptöku- eða útsendingastjórn
Helgi Jóhannesson og Vilhjálmur Siggeirsson fyrir Söngvakeppnina 2017
Helgi Jóhannesson fyrir Njálu
Jón Haukur Jensson fyrir Voice Live
Þór Freysson fyrir Kórar Íslands
Þór Freysson fyrir Nýdönsk: sjálfshátíð í sjónvarpssal

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR