„Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst“ í bíó 11. apríl

harry-og-heimirHarrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst! er frumsýnd í kvöld en almennar sýningar hefjast föstudaginn 11. apríl.

Þetta mun vera saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði. Aðstandur segja myndina svo stóra „að í samanburði við hana verða allar aðrar myndir eins og passamyndir.“ Byggt er á sagnaheiminum um einkaspæjarana Harry og Heimi sem skapaðir voru af Karli Ágústi Úlfssyni, Sigurði Sigurjónssyni og Erni Árnasyni og hafa birst áður í útvarpi, sjónvarpi og leikhúsi.

Þokkadísin Díana Klein leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi, þar sem faðir hennar, sem er veðurathugunarmaður á Regingnípu, virðist hafa horfið sporlaust. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi.

Aðalhlutverk eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Að auki koma svið sögu Stefán Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó. Leikstjórn er í höndum Braga Þórs Hinrikssonar. Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak kvikmyndum framleiða. Sena dreifir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR