HeimEfnisorðHarry og Heimir

Harry og Heimir

Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.

Greining | „Vonarstræti“ á toppnum þriðju helgina í röð, komin í rúmlega 28 þúsund manns

Vonarstræti situr enn á toppi aðsóknarlistans þriðju sýningarhelgina og hefur þannig slegið út þrjár Hollywood stórmyndir í röð; Godzilla, X-Men: Days of Future Past og Edge of Tomorrow. Nú að lokinni þriðju sýningarhelgi hafa alls 28.030 manns séð myndina en alls sáu hana 11.157 manns síðastliðna viku, þar af 3.611 um helgina.

Greining | „Vonarstræti“ komin að tuttugu þúsund manns

Ekkert lát er á aðsókn á Vonarstræti, en að lokinni annarri sýningarhelgi hafa tæplega 20.000 manns séð myndina. Hún situr áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.

Bíófíkill: Harry og Heimir í sínum fínasta gír

"[Myndin] á sér mesta erindi sitt til yngstu áhorfenda, einnig þeirra sem halda utan um nostalgíuminningar og eldri kynslóðarinnar sem enn hefur ekki tekist að fá leið á Spaugstofunni," segir Tómas Valgeirsson bíófíkill meðal annars í umsögn sinni.

„Harry og Heimir – á bak við tjöldin“ til sýnis hér

Heimildamynd um gerð bíómyndarinnar Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst, var sýnd á RÚV í gær. Myndin er rúmar átján mínútur og má skoða hér.

Allt að níu íslenskar bíómyndir sýndar í ár

Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.

Ný stikla með „Harry og Heimi“

Ný stikla úr bíómyndinni Harry og Heimir hefur litið dagsins ljós og gengur þar á ýmsu. Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma Svandís Dóra Einarsdóttir, Laddi, Ólafur Darri, Örn Árnason og margir fleiri við sögu. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson, Zik Zak framleiðir og Sena dreifir. Myndin verður frumsýnd um páskana.

Kitla fyrir „Harry og Heimi: Morð eru til alls fyrst“

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir Sigurði Sigurjónssyni, Karli Ágústi Úlffsyni, Erni Árnasyni og fleirum í kvikmyndinni Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst, sem frumsýnd verður um næstu páska. Hér er kitla myndarinnar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR