Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Vonarstræti situr enn á toppi aðsóknarlistans þriðju sýningarhelgina og hefur þannig slegið út þrjár Hollywood stórmyndir í röð; Godzilla, X-Men: Days of Future Past og Edge of Tomorrow. Nú að lokinni þriðju sýningarhelgi hafa alls 28.030 manns séð myndina en alls sáu hana 11.157 manns síðastliðna viku, þar af 3.611 um helgina.
Ekkert lát er á aðsókn á Vonarstræti, en að lokinni annarri sýningarhelgi hafa tæplega 20.000 manns séð myndina. Hún situr áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.
"[Myndin] á sér mesta erindi sitt til yngstu áhorfenda, einnig þeirra sem halda utan um nostalgíuminningar og eldri kynslóðarinnar sem enn hefur ekki tekist að fá leið á Spaugstofunni," segir Tómas Valgeirsson bíófíkill meðal annars í umsögn sinni.