Vonarstræti fer vel af stað og situr í toppsæti aðsóknarlistans eftir helgina, en alls sáu þá myndina 5.717 manns. Með forsýningum hefur myndin fengið 7.671 gest. Til að setja þetta í samhengi er frumsýningarhelgin á pari við sömu helgi kvikmyndarinnar Stella í framboði (2002) sem þá fékk 7.647 gesti. Opnunin á Vonarstræti er þannig á lista yfir topp tíu stærstu opnunarhelgar íslenskrar myndar frá því mælingar hófust 1995.
11.862 hafa nú séð Harry og Heimi: Morð eru til alls fyrst en myndin hefur nú verið sex vikur í sýningum. Myndin ernú í 9. sæti aðsóknarlistans.
Hross í oss gengur enn í Bíó Paradís og hefur nú alls fengið til sín 14.874 gesti eftir 38 vikur í sýningum.
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
Ný | Vonarstræti | 5.717 | 7.671 |
6 | Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst | 154 | 11.862 |