Harmageddon: Allt gengur upp í Vonarstræti

Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti eftir Baldvin Z.
Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti eftir Baldvin Z.

Lofsamlegar umsagnir um Vonarstræti halda áfram að birtast, að þessu sinni á vef útvarpsþáttarins Harmageddon, sem til sýnis er á Visi.

Ragnar Trausti Ragnarsson, gagnrýnandi þáttarins, gefur myndinni fimm stjörnur og segir meðal annars:

Handrit myndarinnar er einstaklega vel útfært og unnið vel með persónusköpunina. Í þessu samhengi spilar margt saman til að koma handritinu af blaðinu yfir á tjaldið. Baldvin nær að skapa ótrúlega sterkar persónur sem leikarar myndarinnar hafa andað að sér með miklum krafti og sleppt lausum á hvíta tjaldinu. Kvikmyndataka og klipping styður svo fullkomlega við leiksigrana í myndinni og þannig styður allt við hvort annað, leikstjórn, listræn stjórn, leikur og tæknivinna. Það bara gengur allt upp!

Þorsteinn Bachmann er kapítuli út af fyrir sig. Þvílíkur leikur í íslenskri kvikmynd hefur ekki sést í langan tíma. Hann skilar sínu og meira en það. Hera er fullkomin og Þorvaldur Davíð líka. Aukaleikarar myndarinnar eru líka ótrúlega góðir og sjaldan hef ég séð annað eins.

Það er búið að lofa myndina svo mikið að það virðist varla þurfa enn eina lofrýnina á þessa mynd. Það sem Vonarstræti sýnir og sannar er að íslensk kvikmyndagerð stendur á tímamótum með þessari mynd. Ég held að ef Baldvin heldur áfram að gera kvikmyndir með þessu móti þá þurfi að byrja á nýjum kafla í íslenskri kvikmyndasögu. Ég vona að Baldvin setji ákveðin standard fyrir væntanlegar íslenskar kvikmyndir – Gullöld kvikmyndagerðar á Íslandi er hafin!

Umsögnina í heild má lesa hér: VONARSTRÆTI HELDUR ÁFRAM AÐ SLÁ Í GEGN

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR