365 miðlar tekur yfir Bravó og Miklagarð

Bravó verður áfram í rekstri en Mikligarður fer í ótímabundið frí.
Bravó verður áfram í rekstri en Mikligarður fer í ótímabundið frí.

365 miðlar hafa eignast öll hlutabréf í Konunglega kvikmyndafélaginu sem rekið hefur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, innan við tveimur mánuðum eftir að nýju stöðvarnar fóru í loftið. 365 rekur Bravó áfram en Mikligarður fer í sumarfrí og framtíð stöðvarinnar verður ákveðin síðar. RÚV skýrir frá þessu.

Í frétt RÚV segir ennfremur:

Forsvarsmenn Konunglega kvikmyndafélagsins tilkynntu fyrir mánuði að öllum starfsmönnum hefði verið sagt upp og að stefnt væri að hlutafjáraukningu. Ástæðan var bágur fjárhagur fyrirtækisins. Undirbúningur að rekstri sjónvarpsstöðvanna reyndist dýrari en gert var ráð fyrir og því ljóst að verulega hefði gengið á hlutafé. Í dag var svo tilkynnt að samkomulag hefði náðst við 365 miðla um að fyrirtækið eignist Konunglega kvikmyndafélagið í heild sinni.

Í fréttatilkynningu segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla að stofnun stöðvanna hafi verið áhugaverð tilraun að mörgu leyti. Þó sé ljóst að þetta standi ekki undir sér við núverandi efnahagsaðstæður. „Áhugi okkar á þessu félagi byggir á því að við getum nýtt okkur tæknibúnað sem komið hefur verið upp og samþætt hluta af starfseminni við það sem við erum að gera.“

Sjá nánar hér: 365 eignast Bravó og Miklagarð | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR